4.jpg

GREEN WALL DESIGN er stofnuð af gróðuráhugamanninum Karel Vavrik. Hann er upprunalega frá hjarta Evrópu – Tékklandi – og hóf störf sem aðstoðarmaður í garðyrkjufyrirtæki þar sem hann kynntist hugmyndinni um græna veggi.

 

Sem byggingastjóri lagði hann sitt af mörkum til að byggja upp og þróa fyrsta og stærsta fyrirtækið sem sérhæfir sig í hönnun og innsetningu grænna veggja í Tékklandi. Eftir nokkurra ára ferðalög, settist hann að á Íslandi og ákvað að gera það sem hann hafði helgað sig til – að koma á framfæri nýjungum í hönnun og arkitektúr með því að bjóða upp á lóðrétta garða. 

 

GREEN WALL DESIGN er fyrirtæki sem trúir á umhverfislega kosti grænna veggja, hvort sem það er inni eða úti. Við ábyrgjumst vel hannað og endingargott kerfi fyrir lóðrétta garðinn þinn.

 
Damu3.JPG

Ready to make your space greener?